Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi? Kristín Linda Árnadóttir og Benedikt Gíslason skrifa 21. mars 2023 07:31 Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Evrópusambandið Nýsköpun Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun