Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 07:47 Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni og syni. AP/The Post And Courier/Andrew J. Whitaker Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. „Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
„Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10