„Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 14:31 Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun í dag. Vísir/Vilhelm Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. Samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu sem fréttastofa óskaði eftir kom fram að vinnuslys lögreglumanna hafa í raun ekki aukist á undanförnum árum. Ráðherra hefur ítrekað vísað til aukinna slysa í umræðum um hvers vegna lögreglan eigi að bera rafvarnarvopn, eða rafbyssur eins og þær kallast í daglegu tali. Landssamband lögreglumanna áréttar þó í ályktun sinni fyrri ályktanir og erindi er varða „nauðsyn á innleiðingu rafvarnarvopna sem valdbeitingartækis hjá íslensku lögreglunni.“ Sambandið fagnar því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sýni hagsmunamálum lögreglumanna svo mikinn skilning. Landssambandið segir ofbeldi gegn lögreglumönnum hafa áhrif á líf og heilsu þeirra, fjölskyldur og einkalíf. Þá geti ofbeldi og tíð vinnuslys jafnframt haft áhrif á áhuga á lögreglunámi og því að starfa í lögreglu. Þá fullyrðir sambandið að engin önnur starfsstétt búi við jafnmörg vinnuslys. „Það er óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju,“ segir í ályktuninni. „Þessar staðreyndir kalla á að brugðist sé við með skýrum, markvissum og afdráttarlausum hætti.“ Ekki eru öll vinnuslys lögreglunnar þó af völdum annarra. Frá 2013 til 2022, fjölgaði lögreglumönnum úr 612 í 759 en á sama tíma voru slys á bilinu 109 til 126, að árinu 2020 undanskildu. Það ár voru tilkynnt slys 165 talsins, sem kann að mega rekja til kórónuveirufaraldursins. Ef horft er til slysa af völdum annarra flokkast þau, samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu, undir „Bit, högg, spörk, stunga o.fl. (frá dýri eða manneskju)“. Þar voru slysin 48 til 65 á árunum 2013 til 2022, nema árið 2016 þegar þau voru 32 og 2022 þegar þau voru 36. Ályktun stjórnar Landssambands lögreglumanna í heild sinni: Í tilefni opinberrar umræðu um rafvarnarvopn lögreglu áréttar stjórn Landssambands lögreglumanna fyrri ályktanir og erindi er varðar nauðsyn á innleiðingu rafvarnarvopna sem valdbeitingartækis hjá íslensku lögreglunni. Hefur Landssamband lögreglumanna um langt árabil bent á nauðsyn þess að tryggja betur öryggi lögreglumanna í starfi. Því er það sérstakt fagnaðarefni að núverandi dómsmálaráðherra skuli sýna mikilvægum hagsmunamálum lögreglumanna þann skilning sem raun ber vitni. Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem býr við flest vinnuslys. Slysatíðni í lögreglu nam árið 2020 um 220 slysum miðað við mælikvarða Vinnueftirlitsins um 1000 starfandi, og tæplega 140 slysum árið 2021. Þessar upplýsingar voru m.a. kynntar á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri 5. október 2022. Er slysatíðni lögreglumanna margföld á við aðrar starfsgreinar. Það er óásættanlegt að yfir 100 lögreglumenn slasist við störf á ári hverju. Þessar staðreyndir kalla á að brugðist sé við með skýrum, markvissum og afdráttarlausum hætti. Bendir Landssamband lögreglumanna á að ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur ekki eingöngu áhrif á líf og heilsu lögreglumanna sem vinna krefjandi störf undir miklu starfsálagi, heldur hefur einnig áhrif á fjölskyldur þeirra og öryggi í einkalífi. Þá getur ofbeldi gegn lögreglu og tíð vinnuslys jafnframt haft áhrif á áhuga á lögreglunámi og því að starfa í lögreglu. Þá er algengt að lögreglumaður sé einn á vettvangi og þurfi að takast á við einstaklinga, krefjandi og ófyrirséðar aðstæður þar sem langt er í aðra aðstoð. Er innleiðing rafvarnarvopna einnig til þess fallin að auka öryggi almennra borgara ef upp koma hættulegar aðstæður en nýleg mál sem upp hafa komið sýna fram á að full þörf er á að auka varnar- og valdbeitingarbúnað lögreglumanna við skyldustörf og haga þjálfun lögreglumanna með markvissum hætti. Búnaðurinn er til þess fallinn að auka starfsöryggi við krefjandi aðstæður og getur þar með haft í för með sér fækkun á slysum lögreglumanna en einnig verið til þess fallinn að draga úr valdbeitingu og meiðslum hjá þeim sem þarf að handtaka. Skipulögð glæpastarfsemi og aukinn vopnaburður, þar á meðal beiting eggvopna og skotvopna, kallar á að brugðist sé við til að tryggja öryggi almennings og lögreglumanna. Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu í samfélaginu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og greiða götu þeirra eftir því sem við á og aðstoða þegar hætta steðjar að, ásamt því að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. Er ákvörðun dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn til þess fallin að færa valdbeitingarheimildir lögreglu og varnarbúnað nær því sem þekkist í helstu nágrannaríkjum ásamt því að skýra betur heimildir lögreglu. Stuðlar ákvörðunin þar með að auknu starfsöryggi lögreglumanna og um leið auknu öryggi hins almenna borgara. Lögreglan Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu sem fréttastofa óskaði eftir kom fram að vinnuslys lögreglumanna hafa í raun ekki aukist á undanförnum árum. Ráðherra hefur ítrekað vísað til aukinna slysa í umræðum um hvers vegna lögreglan eigi að bera rafvarnarvopn, eða rafbyssur eins og þær kallast í daglegu tali. Landssamband lögreglumanna áréttar þó í ályktun sinni fyrri ályktanir og erindi er varða „nauðsyn á innleiðingu rafvarnarvopna sem valdbeitingartækis hjá íslensku lögreglunni.“ Sambandið fagnar því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sýni hagsmunamálum lögreglumanna svo mikinn skilning. Landssambandið segir ofbeldi gegn lögreglumönnum hafa áhrif á líf og heilsu þeirra, fjölskyldur og einkalíf. Þá geti ofbeldi og tíð vinnuslys jafnframt haft áhrif á áhuga á lögreglunámi og því að starfa í lögreglu. Þá fullyrðir sambandið að engin önnur starfsstétt búi við jafnmörg vinnuslys. „Það er óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju,“ segir í ályktuninni. „Þessar staðreyndir kalla á að brugðist sé við með skýrum, markvissum og afdráttarlausum hætti.“ Ekki eru öll vinnuslys lögreglunnar þó af völdum annarra. Frá 2013 til 2022, fjölgaði lögreglumönnum úr 612 í 759 en á sama tíma voru slys á bilinu 109 til 126, að árinu 2020 undanskildu. Það ár voru tilkynnt slys 165 talsins, sem kann að mega rekja til kórónuveirufaraldursins. Ef horft er til slysa af völdum annarra flokkast þau, samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu, undir „Bit, högg, spörk, stunga o.fl. (frá dýri eða manneskju)“. Þar voru slysin 48 til 65 á árunum 2013 til 2022, nema árið 2016 þegar þau voru 32 og 2022 þegar þau voru 36. Ályktun stjórnar Landssambands lögreglumanna í heild sinni: Í tilefni opinberrar umræðu um rafvarnarvopn lögreglu áréttar stjórn Landssambands lögreglumanna fyrri ályktanir og erindi er varðar nauðsyn á innleiðingu rafvarnarvopna sem valdbeitingartækis hjá íslensku lögreglunni. Hefur Landssamband lögreglumanna um langt árabil bent á nauðsyn þess að tryggja betur öryggi lögreglumanna í starfi. Því er það sérstakt fagnaðarefni að núverandi dómsmálaráðherra skuli sýna mikilvægum hagsmunamálum lögreglumanna þann skilning sem raun ber vitni. Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem býr við flest vinnuslys. Slysatíðni í lögreglu nam árið 2020 um 220 slysum miðað við mælikvarða Vinnueftirlitsins um 1000 starfandi, og tæplega 140 slysum árið 2021. Þessar upplýsingar voru m.a. kynntar á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri 5. október 2022. Er slysatíðni lögreglumanna margföld á við aðrar starfsgreinar. Það er óásættanlegt að yfir 100 lögreglumenn slasist við störf á ári hverju. Þessar staðreyndir kalla á að brugðist sé við með skýrum, markvissum og afdráttarlausum hætti. Bendir Landssamband lögreglumanna á að ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur ekki eingöngu áhrif á líf og heilsu lögreglumanna sem vinna krefjandi störf undir miklu starfsálagi, heldur hefur einnig áhrif á fjölskyldur þeirra og öryggi í einkalífi. Þá getur ofbeldi gegn lögreglu og tíð vinnuslys jafnframt haft áhrif á áhuga á lögreglunámi og því að starfa í lögreglu. Þá er algengt að lögreglumaður sé einn á vettvangi og þurfi að takast á við einstaklinga, krefjandi og ófyrirséðar aðstæður þar sem langt er í aðra aðstoð. Er innleiðing rafvarnarvopna einnig til þess fallin að auka öryggi almennra borgara ef upp koma hættulegar aðstæður en nýleg mál sem upp hafa komið sýna fram á að full þörf er á að auka varnar- og valdbeitingarbúnað lögreglumanna við skyldustörf og haga þjálfun lögreglumanna með markvissum hætti. Búnaðurinn er til þess fallinn að auka starfsöryggi við krefjandi aðstæður og getur þar með haft í för með sér fækkun á slysum lögreglumanna en einnig verið til þess fallinn að draga úr valdbeitingu og meiðslum hjá þeim sem þarf að handtaka. Skipulögð glæpastarfsemi og aukinn vopnaburður, þar á meðal beiting eggvopna og skotvopna, kallar á að brugðist sé við til að tryggja öryggi almennings og lögreglumanna. Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu í samfélaginu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og greiða götu þeirra eftir því sem við á og aðstoða þegar hætta steðjar að, ásamt því að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. Er ákvörðun dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn til þess fallin að færa valdbeitingarheimildir lögreglu og varnarbúnað nær því sem þekkist í helstu nágrannaríkjum ásamt því að skýra betur heimildir lögreglu. Stuðlar ákvörðunin þar með að auknu starfsöryggi lögreglumanna og um leið auknu öryggi hins almenna borgara.
Í tilefni opinberrar umræðu um rafvarnarvopn lögreglu áréttar stjórn Landssambands lögreglumanna fyrri ályktanir og erindi er varðar nauðsyn á innleiðingu rafvarnarvopna sem valdbeitingartækis hjá íslensku lögreglunni. Hefur Landssamband lögreglumanna um langt árabil bent á nauðsyn þess að tryggja betur öryggi lögreglumanna í starfi. Því er það sérstakt fagnaðarefni að núverandi dómsmálaráðherra skuli sýna mikilvægum hagsmunamálum lögreglumanna þann skilning sem raun ber vitni. Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem býr við flest vinnuslys. Slysatíðni í lögreglu nam árið 2020 um 220 slysum miðað við mælikvarða Vinnueftirlitsins um 1000 starfandi, og tæplega 140 slysum árið 2021. Þessar upplýsingar voru m.a. kynntar á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri 5. október 2022. Er slysatíðni lögreglumanna margföld á við aðrar starfsgreinar. Það er óásættanlegt að yfir 100 lögreglumenn slasist við störf á ári hverju. Þessar staðreyndir kalla á að brugðist sé við með skýrum, markvissum og afdráttarlausum hætti. Bendir Landssamband lögreglumanna á að ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur ekki eingöngu áhrif á líf og heilsu lögreglumanna sem vinna krefjandi störf undir miklu starfsálagi, heldur hefur einnig áhrif á fjölskyldur þeirra og öryggi í einkalífi. Þá getur ofbeldi gegn lögreglu og tíð vinnuslys jafnframt haft áhrif á áhuga á lögreglunámi og því að starfa í lögreglu. Þá er algengt að lögreglumaður sé einn á vettvangi og þurfi að takast á við einstaklinga, krefjandi og ófyrirséðar aðstæður þar sem langt er í aðra aðstoð. Er innleiðing rafvarnarvopna einnig til þess fallin að auka öryggi almennra borgara ef upp koma hættulegar aðstæður en nýleg mál sem upp hafa komið sýna fram á að full þörf er á að auka varnar- og valdbeitingarbúnað lögreglumanna við skyldustörf og haga þjálfun lögreglumanna með markvissum hætti. Búnaðurinn er til þess fallinn að auka starfsöryggi við krefjandi aðstæður og getur þar með haft í för með sér fækkun á slysum lögreglumanna en einnig verið til þess fallinn að draga úr valdbeitingu og meiðslum hjá þeim sem þarf að handtaka. Skipulögð glæpastarfsemi og aukinn vopnaburður, þar á meðal beiting eggvopna og skotvopna, kallar á að brugðist sé við til að tryggja öryggi almennings og lögreglumanna. Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu í samfélaginu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og greiða götu þeirra eftir því sem við á og aðstoða þegar hætta steðjar að, ásamt því að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. Er ákvörðun dómsmálaráðherra um rafvarnarvopn til þess fallin að færa valdbeitingarheimildir lögreglu og varnarbúnað nær því sem þekkist í helstu nágrannaríkjum ásamt því að skýra betur heimildir lögreglu. Stuðlar ákvörðunin þar með að auknu starfsöryggi lögreglumanna og um leið auknu öryggi hins almenna borgara.
Lögreglan Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira