Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 21:01 Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur neitað að gera greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol opinbera. Vísir/Vilhelm Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður Lindarhvoll var félag sem stofnað var utan um eignir sem ríkið leysti til sín þegar bankarnir urðu gjaldþrota eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar og hafa þingmenn og fleiri viljað fá nánari upplýsingar um hvernig að því var staðið. Fyrir liggja greinargerð og síðan skýrsla frá tveimur ríkisendurskoðendum um málið. Seðlabankinn hélt utan um eignarhaldsfélagið Lindarhvol fyrir hönd ríkisins sem tók til sín eignir frá föllnu bönkunum eftir hrun.Grafík/Hjalti Þingmenn meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi verði kallaður til opins fundar hjá nefndinni til að ræða við hann um málefni Lindarhvols. Hann skilaði greinargerð til Alþingis um málið sem forseti þingsins vill ekki að verði birt. Þingmenn sem vilja að hún verði birt segja erfitt að ræða málið ef ekki megi birta greinargerðina. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fundaði um þessa óvenjulegu flækju í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að fyrrverandi settur, fyrrverandi skipaður og núverandi ríkisendurskoðandi komi allir fyrir nefndina. Ekki væri hins vegar víst að þingsköp leyfðu að fyrrverandi embættismaður væri kallaður á opinn fund nefndarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir vafamál hvort kalla megi fyrrverandi embættismann til opins fundar.Stöð 2/Arnar „Þetta er lagaþræta af bestu gerð. En við ætlum að biðja skrifstofu Alþingis að hjálpa okkur að skera úr um það,“ segir Þórunn. Greinargerðin umdeilda er í læstum skáp og geta þingmenn lesið hana í lokuðu herbergi án þess að taka með sér skriffæri, síma eða myndavélar. Þingmenn sem vilja birta greinargerðina segja erfitt að ræða við höfund greinargerðar á opnum nefndarfundi ef ekki megi vitna í hana. Um hvað á hann að tala á þeim fundi og ef hann talar um þessa greinargerð er þá einhver ástæða til að hún sé læst inn í skáp öllu lengur? „Það finnst mér ekki. Um það er meirihlutinn ósammála okkur í minnihlutanum. Að sjálfsögðu á að birta greinargerðina. Eins og forsætisnefnd hafði ákveðið að gera fyrir næstum ári. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig sá fundur verður. Hvort að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi ætlar þá að segja okkur hvað er í henni eða ekki. Það varpar hins vegar ljósi á það hversu fáránleg þessi staða er í rauninni,“ segir formaður nefndarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir hreinlegast að birta greinargerðina og telur meirihluta þingmanna styðja það.Stöð 2/Arnar Fleiri nefndarmenn annarra flokka í minnihlutanum taka undir þetta. Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segist ekki sjá hvernig Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi geti rætt innihald greinargerðar sem ekki megi birta. Til að ræða Lindarhvolsmálið þurfi þingmenn einnig að geta rætt vinnu Sigurðar. „Ég held að það sé þannig að meirihluti þingmanna vilji að greinargerðin verði birt. Að forseti fari bara ofur einfaldlega eftir þeim lögfræðiálitum og fari eftir skýrum og einbeittum vilja setts ríkisendurskoðanda um að greinargerðin verði birt og þetta verði rætt fyrir opnum tjöldum,“ segir Sigmar. Þórunn segir að nú verði beðið álits skrifstofu Alþingis um heimildir í þingsköpum til að kalla fyrrverandi embættismenn til opins fundar. Getur eitt mál orðið mikið fáránlegra? „Ég held varla,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Alþingi Íslenskir bankar Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Lindarhvoll var félag sem stofnað var utan um eignir sem ríkið leysti til sín þegar bankarnir urðu gjaldþrota eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar og hafa þingmenn og fleiri viljað fá nánari upplýsingar um hvernig að því var staðið. Fyrir liggja greinargerð og síðan skýrsla frá tveimur ríkisendurskoðendum um málið. Seðlabankinn hélt utan um eignarhaldsfélagið Lindarhvol fyrir hönd ríkisins sem tók til sín eignir frá föllnu bönkunum eftir hrun.Grafík/Hjalti Þingmenn meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi verði kallaður til opins fundar hjá nefndinni til að ræða við hann um málefni Lindarhvols. Hann skilaði greinargerð til Alþingis um málið sem forseti þingsins vill ekki að verði birt. Þingmenn sem vilja að hún verði birt segja erfitt að ræða málið ef ekki megi birta greinargerðina. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fundaði um þessa óvenjulegu flækju í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að fyrrverandi settur, fyrrverandi skipaður og núverandi ríkisendurskoðandi komi allir fyrir nefndina. Ekki væri hins vegar víst að þingsköp leyfðu að fyrrverandi embættismaður væri kallaður á opinn fund nefndarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir vafamál hvort kalla megi fyrrverandi embættismann til opins fundar.Stöð 2/Arnar „Þetta er lagaþræta af bestu gerð. En við ætlum að biðja skrifstofu Alþingis að hjálpa okkur að skera úr um það,“ segir Þórunn. Greinargerðin umdeilda er í læstum skáp og geta þingmenn lesið hana í lokuðu herbergi án þess að taka með sér skriffæri, síma eða myndavélar. Þingmenn sem vilja birta greinargerðina segja erfitt að ræða við höfund greinargerðar á opnum nefndarfundi ef ekki megi vitna í hana. Um hvað á hann að tala á þeim fundi og ef hann talar um þessa greinargerð er þá einhver ástæða til að hún sé læst inn í skáp öllu lengur? „Það finnst mér ekki. Um það er meirihlutinn ósammála okkur í minnihlutanum. Að sjálfsögðu á að birta greinargerðina. Eins og forsætisnefnd hafði ákveðið að gera fyrir næstum ári. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig sá fundur verður. Hvort að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi ætlar þá að segja okkur hvað er í henni eða ekki. Það varpar hins vegar ljósi á það hversu fáránleg þessi staða er í rauninni,“ segir formaður nefndarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir hreinlegast að birta greinargerðina og telur meirihluta þingmanna styðja það.Stöð 2/Arnar Fleiri nefndarmenn annarra flokka í minnihlutanum taka undir þetta. Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segist ekki sjá hvernig Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi geti rætt innihald greinargerðar sem ekki megi birta. Til að ræða Lindarhvolsmálið þurfi þingmenn einnig að geta rætt vinnu Sigurðar. „Ég held að það sé þannig að meirihluti þingmanna vilji að greinargerðin verði birt. Að forseti fari bara ofur einfaldlega eftir þeim lögfræðiálitum og fari eftir skýrum og einbeittum vilja setts ríkisendurskoðanda um að greinargerðin verði birt og þetta verði rætt fyrir opnum tjöldum,“ segir Sigmar. Þórunn segir að nú verði beðið álits skrifstofu Alþingis um heimildir í þingsköpum til að kalla fyrrverandi embættismenn til opins fundar. Getur eitt mál orðið mikið fáránlegra? „Ég held varla,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Alþingi Íslenskir bankar Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20