Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 12:39 Úr Reykjavík. Vísir/Vilhelm Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent. Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent.
Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04