Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 06:49 Dómsmálaráðherra segir umboðsmann á mörkunum. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. „Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
„Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira