Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 15:23 Framkonur vilja undirstrika að kynbundið áreiti og ofbeldi megi ekki líðast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið. Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið.
Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira