Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 14. mars 2023 07:01 Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar