Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2023 22:44 Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðar. Steingrímur Dúi Másson Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. Í fréttum Stöðvar 2 könnuðum við sameiningarhug fyrir vestan og ræddum við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðar, og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, formann bæjarráðs Vesturbyggðar. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfirðingar og Bílddælingar runnu þannig saman en með Tálknfirðinga á milli sín. Tálknfirðingar hafa tvívegis áður kosið um sameiningu en jafnan fellt. En hvað hefur breyst núna? Aðstæður á Vestfjörðum eru núna aðrar, segir sveitarstjórinn á Tálknafirði. Breytt umhverfi sé í atvinnulífi. Takast þurfi á við önnur og stór verkefni. „Mín tilfinning er sú að fólk finni að það sé betra að sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum sé stærra og öflugra sem tekst á við þau,“ segir Ólafur Þór. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir er formaður bæjarráðs Vesturbyggðar.Steingrímur Dúi Másson Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður, að sögn formanns bæjarráðs. „Við teljum það vera mikilvægt að hafa eina rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum. Við verðum sterkari á móti,“ segir Þórkatla Soffía. Alls búa núna 1.130 manns í Vesturbyggð en þar er Patreksfjörður fjölmennasta byggðin með 740 íbúa, miðað við 240 íbúa á Tálknafirði. Forystumenn sveitarfélaganna segja brýnt að sameiningu fylgi bættar samgöngur. Jarðgöng eru sérstaklega nefnd og það bæði undir Hálfdán og Mikladal. En hvað var þetta með Tálknfirðinga? Af hverju voru þeir alltaf svona á móti sameiningu? Svar sveitarstjórans má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 könnuðum við sameiningarhug fyrir vestan og ræddum við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðar, og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, formann bæjarráðs Vesturbyggðar. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfirðingar og Bílddælingar runnu þannig saman en með Tálknfirðinga á milli sín. Tálknfirðingar hafa tvívegis áður kosið um sameiningu en jafnan fellt. En hvað hefur breyst núna? Aðstæður á Vestfjörðum eru núna aðrar, segir sveitarstjórinn á Tálknafirði. Breytt umhverfi sé í atvinnulífi. Takast þurfi á við önnur og stór verkefni. „Mín tilfinning er sú að fólk finni að það sé betra að sveitarfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum sé stærra og öflugra sem tekst á við þau,“ segir Ólafur Þór. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir er formaður bæjarráðs Vesturbyggðar.Steingrímur Dúi Másson Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður, að sögn formanns bæjarráðs. „Við teljum það vera mikilvægt að hafa eina rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum. Við verðum sterkari á móti,“ segir Þórkatla Soffía. Alls búa núna 1.130 manns í Vesturbyggð en þar er Patreksfjörður fjölmennasta byggðin með 740 íbúa, miðað við 240 íbúa á Tálknafirði. Forystumenn sveitarfélaganna segja brýnt að sameiningu fylgi bættar samgöngur. Jarðgöng eru sérstaklega nefnd og það bæði undir Hálfdán og Mikladal. En hvað var þetta með Tálknfirðinga? Af hverju voru þeir alltaf svona á móti sameiningu? Svar sveitarstjórans má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32