Nauðsyn en ekki forréttindi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. mars 2023 16:30 Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun