Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 13:41 Heiðrún Lind segir SFS hafa komið til mót við vel flestar kröfur stéttarfélagana. Vísir/Vilhelm Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira