Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. mars 2023 21:01 Þeir Ahmad Chouki og Mustafa Alhamoodi kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum. Nú reka þeir fyrstu hverfisverslunina í Valshverfinu ásamt Ahmed Fallha en hann var nýfarinn heim af vaktinni þegar fréttastofu kíkti í heimsókn í vikunni. Vísir/Egill Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel. Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina. Matvöruverslun Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina.
Matvöruverslun Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira