Haraldur gefur út tónlistarmyndband Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 13:19 Haraldur Þorleifsson gaf í dag út tónlistarmyndband. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. Um er að ræða fyrstu smáskífuna af komandi plötu Önnu Jónu son sem væntanleg er síðar á þessu ári. Listamannanafnið kemur frá móður Haraldar sem lést þegar hann var ellefu ára gamall. „Haraldur hefur átt erfitt með að finna leið fram á við og öðlast sjálfstraust sem listamaður,“ segir í lýsingu við tónlistarmyndbandið sem birt var á YouTube í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7SwvVG3jcII">watch on YouTube</a> „Með því að nota nafn móður sinnar notar hann minningu hennar, ást, stuðning, og uppeldi til að skýla sér frá öllum efasemdum og ótta við gagnrýni.“ Þá segir að lagið fjalli um að finna leið úr myrkrinu eftir langa nótt. Lagið fjalli um von og möguleika á betri framtíð. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á írönsku eyjunni Qeshm á sama tíma og íranskar konur börðust fyrir réttindum sínum víðs vegar í landinu. Myndbandinu er leikstýrt af íranska leikstjóranum Ali Asgari. Stoltur en feiminn Haraldur sagði fyrr í dag að von væri á tilkynningu frá honum í dag. Hann sagði að tilkynningin myndi ekki snúast um ritdeilu sína við Elon Musk sem vakti mikla athygli fyrr í vikunni. Hins vegar væri um eitthvað persónulegt að ræða sem hann væri feiminn með. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta,“ sagði Haraldur á Twitter. Tónlist Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Um er að ræða fyrstu smáskífuna af komandi plötu Önnu Jónu son sem væntanleg er síðar á þessu ári. Listamannanafnið kemur frá móður Haraldar sem lést þegar hann var ellefu ára gamall. „Haraldur hefur átt erfitt með að finna leið fram á við og öðlast sjálfstraust sem listamaður,“ segir í lýsingu við tónlistarmyndbandið sem birt var á YouTube í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7SwvVG3jcII">watch on YouTube</a> „Með því að nota nafn móður sinnar notar hann minningu hennar, ást, stuðning, og uppeldi til að skýla sér frá öllum efasemdum og ótta við gagnrýni.“ Þá segir að lagið fjalli um að finna leið úr myrkrinu eftir langa nótt. Lagið fjalli um von og möguleika á betri framtíð. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á írönsku eyjunni Qeshm á sama tíma og íranskar konur börðust fyrir réttindum sínum víðs vegar í landinu. Myndbandinu er leikstýrt af íranska leikstjóranum Ali Asgari. Stoltur en feiminn Haraldur sagði fyrr í dag að von væri á tilkynningu frá honum í dag. Hann sagði að tilkynningin myndi ekki snúast um ritdeilu sína við Elon Musk sem vakti mikla athygli fyrr í vikunni. Hins vegar væri um eitthvað persónulegt að ræða sem hann væri feiminn með. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta,“ sagði Haraldur á Twitter.
Tónlist Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“