Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 08:18 Margir Repúblikanar horfa nú til DeSantis sem vænlegs valkostar í stað Donald Trump. Getty/Spencer Platt Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira