Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 21:32 Lögreglujónar hafa meðal annars beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. AP Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Georgía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023
Georgía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira