Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. mars 2023 07:00 Ólafur Róbert Rafnsson er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi. Vísir/Ívar Fannar Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum. TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum.
TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55