Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 22:16 Meðlimum þríeykisins svokallaða bárust mjög alvarlegar, og oft ógeðslegar, hótanir. Vísir/Vilhelm Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira