Forðast þurfi með öllum ráðum að lenda í vonda vítahringnum Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 5. mars 2023 13:00 Sigurður Ingi segir að leita verði allra leiða til að forðast að víxlverkun launahækkana og verðlags hífi verðbólguna upp úr öllu valdi. Vísir/Ívar Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki. Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira