Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu Ingunn Högnadóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun