Sprungin löggublaðra Steinbergur Finnbogason skrifar 3. mars 2023 18:00 Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar