Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Bryndís Einarsdóttir skrifar 3. mars 2023 15:31 Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar