Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 11:06 Úkraínskur hermaður í Dónetskhéraði vaktar sjóndeildarhringinn. Getty/John Moore Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Úkraínu og í Rússlandi í morgun sýna að minnst tvær brýr í Bakhmut hafa verið felldar með sprengingum. Blaðamaður Wall Street Journal segir þó að önnur brúin hafi verið felld fyrir mörgum vikum síðan en hún hafi verið sprengd frekar í morgun. Hann segir Úkraínumenn hafa aðrar birgðaleiðir inn í Bakhmut. Hér má sjá myndband af því þegar önnur brúin var sprengd í morgun. # (https://t.co/CvP1o4RLt5), / https://t.co/av2jvu8qWe #RussianUkrainianWar pic.twitter.com/oXvI4CMTi7— Necro Mancer (@666_mancer) March 3, 2023 Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Undanfarna daga hafa Rússar sett aukna áherslu á að sækja fram norður af Bakhmut og þannig reynt að þvinga Úkraínumenn til að hörfa áður en síðustu birgðaleiðum þeirra til bæjarins verður lokað. Svo virðist sem það hafi heppnast en ekkert hefur verið staðfest enn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Sérfræðingar hafa þó spáð því um nokkra vikna skeið að Úkraínumenn þyrftu á endanum að hörfa frá Bakhmut og mynda nýja varnarlínu vestur af bænum. Yevgeny Prígósjín, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, birti myndband í morgun þar sem hann sagði Bakhmut nærri því umkringdann. Beindi hann orðum sínum til forseta Úkraínu og biður hann um að skipa úkraínska hernum að hörfa. Því næst eru menn sem eiga að vera úkraínskir hermenn í haldi Wagner sýndir biðja Vólódímír Selenskí, forseta, um að skipa hernum að hörfa. Bakhmut er nánast rústir einar eftir langvarandi átök þar. # #Bakhmut #Bakhmout pic.twitter.com/IQtPjYcn3k— (@typicaldonetsk) March 3, 2023 Segja borgurum að yfirgefa Kúpíansk Yfirvöld í Úkraínu hafa þar að auki skipað borgurum að yfirgefa bæinn Kúpíansk í Kharkívhéraði, sem Úkraínumenn ráku Rússa frá í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var það gert vegna stórskotaliðsárása Rússa á bæinn og „óstöðugs öryggisástands“. Víglínan er þó enn nokkuð austur af Kúpíansk en fregnir hafa borist af gagnárásrum Rússa á þessu svæði undanfarna daga. Rússar eru einnig sagðir líklegir til að reyna að sækja fram við Kremmina, suður af Kúpíansk, en þar munu þeir hafa komið fyrir tölvuerðum hergögnum, samkvæmt yfirvöldum í Lúhanskhéraði. 4/ Haidai added that Russians are using Terminator armored fighting vehicles and T-90M tanks in the #Kreminna direction, which indicates that Russian forces are continuing to prioritize this direction for an advance. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/qiEt9DVhvY— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Úkraínu og í Rússlandi í morgun sýna að minnst tvær brýr í Bakhmut hafa verið felldar með sprengingum. Blaðamaður Wall Street Journal segir þó að önnur brúin hafi verið felld fyrir mörgum vikum síðan en hún hafi verið sprengd frekar í morgun. Hann segir Úkraínumenn hafa aðrar birgðaleiðir inn í Bakhmut. Hér má sjá myndband af því þegar önnur brúin var sprengd í morgun. # (https://t.co/CvP1o4RLt5), / https://t.co/av2jvu8qWe #RussianUkrainianWar pic.twitter.com/oXvI4CMTi7— Necro Mancer (@666_mancer) March 3, 2023 Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Undanfarna daga hafa Rússar sett aukna áherslu á að sækja fram norður af Bakhmut og þannig reynt að þvinga Úkraínumenn til að hörfa áður en síðustu birgðaleiðum þeirra til bæjarins verður lokað. Svo virðist sem það hafi heppnast en ekkert hefur verið staðfest enn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Sérfræðingar hafa þó spáð því um nokkra vikna skeið að Úkraínumenn þyrftu á endanum að hörfa frá Bakhmut og mynda nýja varnarlínu vestur af bænum. Yevgeny Prígósjín, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, birti myndband í morgun þar sem hann sagði Bakhmut nærri því umkringdann. Beindi hann orðum sínum til forseta Úkraínu og biður hann um að skipa úkraínska hernum að hörfa. Því næst eru menn sem eiga að vera úkraínskir hermenn í haldi Wagner sýndir biðja Vólódímír Selenskí, forseta, um að skipa hernum að hörfa. Bakhmut er nánast rústir einar eftir langvarandi átök þar. # #Bakhmut #Bakhmout pic.twitter.com/IQtPjYcn3k— (@typicaldonetsk) March 3, 2023 Segja borgurum að yfirgefa Kúpíansk Yfirvöld í Úkraínu hafa þar að auki skipað borgurum að yfirgefa bæinn Kúpíansk í Kharkívhéraði, sem Úkraínumenn ráku Rússa frá í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var það gert vegna stórskotaliðsárása Rússa á bæinn og „óstöðugs öryggisástands“. Víglínan er þó enn nokkuð austur af Kúpíansk en fregnir hafa borist af gagnárásrum Rússa á þessu svæði undanfarna daga. Rússar eru einnig sagðir líklegir til að reyna að sækja fram við Kremmina, suður af Kúpíansk, en þar munu þeir hafa komið fyrir tölvuerðum hergögnum, samkvæmt yfirvöldum í Lúhanskhéraði. 4/ Haidai added that Russians are using Terminator armored fighting vehicles and T-90M tanks in the #Kreminna direction, which indicates that Russian forces are continuing to prioritize this direction for an advance. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/qiEt9DVhvY— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00
Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14