Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2023 21:42 Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar, í viðtali utan við Vatneyrarbúð á Patreksfirði. Steingrímur Dúi Másson Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ein helsta vagga sjókvíaeldisins er á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Patreksfirði telja menn því eðlilegt að margvísleg opinber störf sem tengjast eldinu séu jafnframt staðsett á svæðinu. Ráðamenn Vesturbyggðar bjóða meira að segja eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins undir starfsemina, Vatneyrarbúð, sem sveitarfélagið er að láta gera upp í samvinnu við Minjastofnun. Vatneyrarbúð var byggð árið 1916. Að mati Minjastofnunar hefur húsið ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar.Steingrímur Dúi Másson „Við viljum með þessu byggja upp aðstöðu fyrir störf án staðsetningar. Núna erum við mikið að fókusera á eftirlitsstörfin með fiskeldinu og viljum búa til umhverfi hérna fyrir rannsóknir og eftirlit með greininni,“ segir Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hún segir að ítrekað hafi verið kallað eftir þessu í umsögnum og samtölum við forystumenn ríkisvaldsins. „Af því að þessari grein, sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum, hefur ekki fylgt eitt einasta opinbert starf á sunnanverða Vestfirði.“ Fyrir vestan spyrja menn þeirrar gagnrýnu spurningar: Þarf virkilega allt að vera fyrir sunnan? „Nei, okkur finnst það ekki. Hérna er greinin stunduð og það eru firðirnir okkar og samfélög sem eru undir,“ segir Þórkatla. Séð yfir byggðina á Patreksfirði. Vatneyrarbúð fremst fyrir miðri mynd.Steingrímur Dúi Másson Nálægðin við atvinnugreinina geti jafnframt verið kostur þegar bregðast þurfi hratt við. „Það hefur einmitt komið upp að hér hafa orðið slys. Og það koma upp óhöpp í starfseminni. Þá er bara gríðarlega mikilvægt að viðbragðið sé hér, að eftirlitið sé hér.“ Hún segir dæmi um að tekið hafi allt að tíu daga fyrir eftirlitsmenn að koma á svæðið eftir óhöpp. „Og tvær vikur, að mér skilst, þegar verst var,“ segir Þórkatla. Það þurfi öfluga starfsemi. „Þar sem væru margir starfsmenn. Ekki bara einn. Við þurfum bara deild sem sinnir þessu,“ segir hún. Spyrja má hvort það yrði tortryggt að opinbert eftirlit með umdeildri atvinnugrein væri á heimaslóð. „Ég tel að það sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af hér frekar en annarsstaðar. Ég held að fólk ætti að geta sinnt störfum sínum af fagmennsku hér eins og annarsstaðar,“ svarar formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áratugur er frá því að sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum hófu að kalla eftir því að ríkið efldi fiskeldisrannsóknir í fjórðungnum, eins og sjá má í þessari frétt frá árinu 2014: Í þættinum Ísland í sumar árið 2017 var fjallað um atvinnusögu Patreksfjarðar: Vesturbyggð Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Vísindi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ein helsta vagga sjókvíaeldisins er á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Patreksfirði telja menn því eðlilegt að margvísleg opinber störf sem tengjast eldinu séu jafnframt staðsett á svæðinu. Ráðamenn Vesturbyggðar bjóða meira að segja eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins undir starfsemina, Vatneyrarbúð, sem sveitarfélagið er að láta gera upp í samvinnu við Minjastofnun. Vatneyrarbúð var byggð árið 1916. Að mati Minjastofnunar hefur húsið ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar.Steingrímur Dúi Másson „Við viljum með þessu byggja upp aðstöðu fyrir störf án staðsetningar. Núna erum við mikið að fókusera á eftirlitsstörfin með fiskeldinu og viljum búa til umhverfi hérna fyrir rannsóknir og eftirlit með greininni,“ segir Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hún segir að ítrekað hafi verið kallað eftir þessu í umsögnum og samtölum við forystumenn ríkisvaldsins. „Af því að þessari grein, sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum, hefur ekki fylgt eitt einasta opinbert starf á sunnanverða Vestfirði.“ Fyrir vestan spyrja menn þeirrar gagnrýnu spurningar: Þarf virkilega allt að vera fyrir sunnan? „Nei, okkur finnst það ekki. Hérna er greinin stunduð og það eru firðirnir okkar og samfélög sem eru undir,“ segir Þórkatla. Séð yfir byggðina á Patreksfirði. Vatneyrarbúð fremst fyrir miðri mynd.Steingrímur Dúi Másson Nálægðin við atvinnugreinina geti jafnframt verið kostur þegar bregðast þurfi hratt við. „Það hefur einmitt komið upp að hér hafa orðið slys. Og það koma upp óhöpp í starfseminni. Þá er bara gríðarlega mikilvægt að viðbragðið sé hér, að eftirlitið sé hér.“ Hún segir dæmi um að tekið hafi allt að tíu daga fyrir eftirlitsmenn að koma á svæðið eftir óhöpp. „Og tvær vikur, að mér skilst, þegar verst var,“ segir Þórkatla. Það þurfi öfluga starfsemi. „Þar sem væru margir starfsmenn. Ekki bara einn. Við þurfum bara deild sem sinnir þessu,“ segir hún. Spyrja má hvort það yrði tortryggt að opinbert eftirlit með umdeildri atvinnugrein væri á heimaslóð. „Ég tel að það sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af hér frekar en annarsstaðar. Ég held að fólk ætti að geta sinnt störfum sínum af fagmennsku hér eins og annarsstaðar,“ svarar formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áratugur er frá því að sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum hófu að kalla eftir því að ríkið efldi fiskeldisrannsóknir í fjórðungnum, eins og sjá má í þessari frétt frá árinu 2014: Í þættinum Ísland í sumar árið 2017 var fjallað um atvinnusögu Patreksfjarðar:
Vesturbyggð Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Vísindi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18. febrúar 2023 22:44
Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54
Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. 16. ágúst 2021 13:01
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35
Fiskeldið hleypir fjöri í Patreksfjörð Einn reyndasti sveitarstjórnamaður Vestfirðinga segir að sjókvíaeldi á Vestfjörðum gangi ekki nema með góðu eftirliti og að fiskeldisfyrirtækin verði vandanum vaxin gagnvart umhverfismálum og samfélaginu. 5. júlí 2017 09:15
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent