Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 08:31 Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun