Alþýðusamband Íslands stefnir SA vegna verkbanns Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 18:34 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Vísir/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að stefna hafi borist en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að sambandið telji stjórn SA óheimilt að taka ákvörðun um verkbann. Ójafnt atkvæðavægi félagsmanna Samtaka atvinnulífsins í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð. Þá kemur enn fremur fram að sambandið telji verkfallsboðunina ólöglega. Allir félagsmenn hafi verið á kjörskrá, burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar. Þá séu einnig tilteknir formgallar á verkfallsboðun SA sem ASÍ segja styðja málið enn frekar. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að stefnan snerti samningsviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins ekki með beinum hætti, en segist lítið geta gefið upp eins og staðan er í dag. SA samþykktu verkbann með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu verkbannið á félagsmenn Eflingar með afgerandi meirihluta hinn 22. febrúar síðastliðinn. 94,73 prósent greiddu atkvæði með verkbanni og einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Að óbreyttu á verkbannið að hefjast 2. mars. Halldór Benjamín sagði í liðinni viku að verkbannið væri síðasta úrræði til að knýja fram samningsgerð í kjaradeilunni. Verkbannið á að taka til tuttugu þúsund manns sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis á föstudaginn að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Settur ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að unnið væri að nýrri miðlunartillögu. Hann hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. Hvorki hefur náðst í Kristján Þórð Snæbjarnarson, forseta ASÍ, né Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Tengdar fréttir Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að stefna hafi borist en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að sambandið telji stjórn SA óheimilt að taka ákvörðun um verkbann. Ójafnt atkvæðavægi félagsmanna Samtaka atvinnulífsins í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð. Þá kemur enn fremur fram að sambandið telji verkfallsboðunina ólöglega. Allir félagsmenn hafi verið á kjörskrá, burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar. Þá séu einnig tilteknir formgallar á verkfallsboðun SA sem ASÍ segja styðja málið enn frekar. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að stefnan snerti samningsviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins ekki með beinum hætti, en segist lítið geta gefið upp eins og staðan er í dag. SA samþykktu verkbann með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu verkbannið á félagsmenn Eflingar með afgerandi meirihluta hinn 22. febrúar síðastliðinn. 94,73 prósent greiddu atkvæði með verkbanni og einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Að óbreyttu á verkbannið að hefjast 2. mars. Halldór Benjamín sagði í liðinni viku að verkbannið væri síðasta úrræði til að knýja fram samningsgerð í kjaradeilunni. Verkbannið á að taka til tuttugu þúsund manns sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis á föstudaginn að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Settur ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að unnið væri að nýrri miðlunartillögu. Hann hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. Hvorki hefur náðst í Kristján Þórð Snæbjarnarson, forseta ASÍ, né Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Tengdar fréttir Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56
Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31