Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 21:05 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld. „Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“ Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“
Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira