Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 07:21 Eldsneytið kom frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Aðsent Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna. Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna.
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05