Dreymir um að spila fyrir Barcelona og PSG og nennir ekki að standa bara í horninu í vörn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2023 09:01 Stiven Tobar Valencia hefur slegið í gegn með Val í Evrópudeildinni í vetur. Stiven Tobar Valencia kveðst þakklátur fyrir að vera valinn í íslenska landsliðið. Hann dreymir um að spila fyrir stærstu lið Evrópu. Stiven er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu sem mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. „Ég er tilbúinn í að taka næsta skref. Ég viðurkenni að þegar ég fékk símtalið fékk ég fiðring í magann,“ sagði Stiven í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stiven segist lengi hafa dreymt um að spila fyrir landsliðið. „Já, ég að alla sem eru í þessu sporti dreymi um að spila fyrir þjóðina og á þessu stóra sviði sem það er að spila með landsliðinu. Ég er mjög spenntur að koma á æfingu og hitta strákana.“ Stiven nýtur þess í botn að spila með Íslands- og bikarmeisturum Vals. „Við náum mjög vel saman. Það þarf mjög mikið til að toppa þessi ár mín í Val. Þetta er eitthvað sem ég held að allir nái ekki að upplifa. Stemmningin í Val og hvernig við spilum saman þetta er bara gæsahúð,“ sagði hornamaðurinn knái. Klippa: Viðtal við Stiven Stiven stefnir hátt og á sér draum um að spila í atvinnumennsku. Og það ekki með neinum smá liðum. „Síðan ég hef verið polli hefur það alltaf verið Barcelona, PSG, svona stór lið. En ég er opinn fyrir öllu,“ sagði Stiven sem hefur orðið var við áhuga erlendra félaga. Hann leggur mikla rækt við varnarleikinn og vill spila sem bakvörður í vörn. „Hann skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst það koma mér meira inn í leikinn frekar en að standa bara í horninu og hlaupa fram og til baka og vera í einhverju píptesti. Það er gott að taka vörnina líka. Ef maður skítur upp á bak í sókninni getur maður bakkað sig upp í vörninni,“ sagði Stiven. Horfa má á viðtalið við Stiven í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stiven er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu sem mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. „Ég er tilbúinn í að taka næsta skref. Ég viðurkenni að þegar ég fékk símtalið fékk ég fiðring í magann,“ sagði Stiven í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stiven segist lengi hafa dreymt um að spila fyrir landsliðið. „Já, ég að alla sem eru í þessu sporti dreymi um að spila fyrir þjóðina og á þessu stóra sviði sem það er að spila með landsliðinu. Ég er mjög spenntur að koma á æfingu og hitta strákana.“ Stiven nýtur þess í botn að spila með Íslands- og bikarmeisturum Vals. „Við náum mjög vel saman. Það þarf mjög mikið til að toppa þessi ár mín í Val. Þetta er eitthvað sem ég held að allir nái ekki að upplifa. Stemmningin í Val og hvernig við spilum saman þetta er bara gæsahúð,“ sagði hornamaðurinn knái. Klippa: Viðtal við Stiven Stiven stefnir hátt og á sér draum um að spila í atvinnumennsku. Og það ekki með neinum smá liðum. „Síðan ég hef verið polli hefur það alltaf verið Barcelona, PSG, svona stór lið. En ég er opinn fyrir öllu,“ sagði Stiven sem hefur orðið var við áhuga erlendra félaga. Hann leggur mikla rækt við varnarleikinn og vill spila sem bakvörður í vörn. „Hann skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst það koma mér meira inn í leikinn frekar en að standa bara í horninu og hlaupa fram og til baka og vera í einhverju píptesti. Það er gott að taka vörnina líka. Ef maður skítur upp á bak í sókninni getur maður bakkað sig upp í vörninni,“ sagði Stiven. Horfa má á viðtalið við Stiven í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira