Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:04 Mögulegu vetrarbrautirnar sex sem Webb-sjónaukinn fann eins og þær litu út 500-800 milljónum ára eftir Miklahvell. Fyrirbærið neðst til vinstri gæti innihaldið jafnmargar stjörnur og Vetrarbrautin okkar en verið þrjátíu sinnum þéttara en hún. NASA/ESA Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08