Skila öllu vatni sem þarf í kolefnisförgun aftur í jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík, binda hann vatni og dæla honum djúpt ofan í jörðina til bindingar. Vísir/Vilhelm Vatni sem dælt verður upp úr ferskvatnsstraumi neðanjarðar við Straumsvík fyrir kolefnisförgunarstöð Carbfix verður öllu skilað aftur ofan í jörðina og hefur ekki áhrif á vatnsból. Opinberar stofnanir segja að rannsaka verði vel umhverfisáhrif gríðarlegrar vatnsnotkunar stöðvarinnar. Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins. Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Coda Terminal, dótturfélag Carbfix, hyggst reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að hefja rekstur árið 2026. Henni er ætlað að taka við koltvísýringi á vökvaformi frá Norður-Evrópu, leysa hann upp í vatni og dæla hundruð metra ofan í jörðina þar sem hann steinrennur á fáum árum. Þegar stöðin verður fullbyggð eigi hún að geta tekið við og fargað allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Fjöldi umsagna hefur borist vegna umhverfismatsáætlunar verkefnisins og snúast þær margar um gríðarlega vatnsnotkun miðstöðvarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir þannig á hún þurfi 75 milljarða lítra af vatni árlega til þess að dæla niður þremur milljónum tonna af koltvísýringi, að því er segir í frétt Heimildarinnar. Flæði í ferskvatnsstraumnum sem ætlunin er að sækja vatnið í er metið á um 5.000 lítra á sekúndu. Förgunarmiðstöðin þurfi um 2.500 lítra á sekúndu. Orkustofnun bendir á að það sé meira en tvöföld grunnvatnsupptaka alls höfuðborgarsvæðisins sem sé um 1.200 lítrar á sekúndu. Kaldavatnsnotkun í Reykjavík sé um 700 lítrar á sekúndu. Ekki í samkeppni við vatnsnotkun almennings Þrátt fyrir að Coda Terminal kalli á mikla vatnsnotkun verður allt vatnið tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi sem rennur til sjávar við Straumsvík og því verður öllu skilað aftur ofan í jörðina á sama svæði en á meira dýpri, að því er segir í skriflegu svari Carbfix við fyrirspurn Vísis. Vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né úr grunnvatnsstraumi sem sé á leið í vatnsból. Ekki standi til að miðstöðin verði í samkeppni við vatnsnotkun almennings. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir að rannsóknir vegna umhverfismats beinist meðal annars að hversu því að hversu miklu leyti vatnið sem dælt sé dýrpra niður í jörðina skili sér aftur í ferskvatnsstrauminn sem það verður tekið úr. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Carbfix.Carbfix Engu að síður viðurkennir fyrirtækið að óumdeilt sé að verkefnið kalli á ítarlegt mat á umhverfisáhrifum enda geti vatnstakan mögulega haft margvísleg áhrif. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á möguleg áhrif á grunnvatnsstreymið, ferskvatnstjarnir og útstreymi ferskvatns í Straumsvik. Sjávarfallatjarnir við Straumsvík væru þannig einstæði náttúrufyrirbrigði. Orkustofnun vísaði til þess að aðstæður á Reykjanesi væri sérstakar og nefndi að þunn ferskvatnslinsa fljóti þar ofan á jarðsjó. Oftaka á vatni gæti leitt til þess að saltvatn risi upp og skaðaði varanlega vatnsgæði á svæðinu. „Vinna við umhverfismatið er hafin og felur meðal annars í sér greiningu á áhrifum framkvæmdanna á vatnafar og aðra umhverfisþætti. Til viðbótar við mat á umhverfisáhrifum er vatnstakan háð nýtingarleyfi frá Orkustofnun og niðurdæling á CO2 er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun,“ segir í svari Carbfix. Hefja tilraunir með sjó í stað ferskvatns Niðurdæling koltvísýring byggist á tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið segir að það ætli að hefja tilraunir með að nýta sjó í stað ferskvatns til niðurdælingarinnar í Helguvík á þessu ári. Sterkar vísbendingar séu um að það sé hægt. „Með því gætu skapast tækifæri til að draga verulega úr ferskvatnsnotkun Carbfix-tækninnar,“ segir í svari fyrirtækisins.
Umhverfismál Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. 19. maí 2021 16:20
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01