Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 11:40 Frá vettvangi brunans á föstudag. Pétur Örn Pétursson Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins. Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu áttunda febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir í skýrslu sinni, sem fréttastofa hefur undir höndum og dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að húsnæðið sé ekki hannað fyrir starfsemi áfangaheimilis. Þá sé brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunahólfun í ólagi og íkveikjuhætta af rusli Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. Fjöldi ágalla á brunavörnum er talinn upp í skýrslunni, meðal annars að brunahólfun herbergja hafi ekki verið í lagi, brunaviðvörunarkerfi óvirkt og sýndi bilun, reykskynjarar huldir með hönskum og límbandi, flóttaleiðir ekki í lagi og húsnæði ekki í samræmi við teikningar. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir og byggingarreglugerð sé að ræða og slökkvistjóri varar við lokun húsnæðisins. „Húsnæðið er ekki í samræmi við samþykktar teikningar sbr. reglugerð 112/2012. Teikning í gildi er frá 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. Til að komast hjá lokun þurfi að fá húsnæðið samþykkt af byggingafulltrúa til þeirra nota sem fyrirhuguð er. Þá þurfi að fá öryggis- og/eða lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa áður en húsnæðið verður tekið í notkun á ný. Þá er þess getið að húsnæðið sé ekki í samræmi við teikningar. Viðvörun um lokun afhent í gær Þá er ferill málsins einnig rakinn en í byrjun janúar barst slökkviliði ábending í síma um að í húsnæðinu væri búseta og fíkniefnaneysla. Um mánuði síðar, í byrjun febrúar, óskaði lögregla eftir því að slökkvilið færi í skoðun á staðinn vegna fjölda útkalla og gruns um lélegar brunavarnir. Fundað var um fyrirhugaða lokun 14. febrúar en eldur kviknaði svo þremur dögum síðar, þann 17. Viðvörun um lokun var afhent eiganda í gær, 20. febrúar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00 Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu áttunda febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir í skýrslu sinni, sem fréttastofa hefur undir höndum og dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að húsnæðið sé ekki hannað fyrir starfsemi áfangaheimilis. Þá sé brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunahólfun í ólagi og íkveikjuhætta af rusli Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. Fjöldi ágalla á brunavörnum er talinn upp í skýrslunni, meðal annars að brunahólfun herbergja hafi ekki verið í lagi, brunaviðvörunarkerfi óvirkt og sýndi bilun, reykskynjarar huldir með hönskum og límbandi, flóttaleiðir ekki í lagi og húsnæði ekki í samræmi við teikningar. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir og byggingarreglugerð sé að ræða og slökkvistjóri varar við lokun húsnæðisins. „Húsnæðið er ekki í samræmi við samþykktar teikningar sbr. reglugerð 112/2012. Teikning í gildi er frá 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. Til að komast hjá lokun þurfi að fá húsnæðið samþykkt af byggingafulltrúa til þeirra nota sem fyrirhuguð er. Þá þurfi að fá öryggis- og/eða lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa áður en húsnæðið verður tekið í notkun á ný. Þá er þess getið að húsnæðið sé ekki í samræmi við teikningar. Viðvörun um lokun afhent í gær Þá er ferill málsins einnig rakinn en í byrjun janúar barst slökkviliði ábending í síma um að í húsnæðinu væri búseta og fíkniefnaneysla. Um mánuði síðar, í byrjun febrúar, óskaði lögregla eftir því að slökkvilið færi í skoðun á staðinn vegna fjölda útkalla og gruns um lélegar brunavarnir. Fundað var um fyrirhugaða lokun 14. febrúar en eldur kviknaði svo þremur dögum síðar, þann 17. Viðvörun um lokun var afhent eiganda í gær, 20. febrúar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00 Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00
Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17