Benedikt Orri hjá Meniga orðinn forstjóri Rafnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 11:57 Benedikt Orri Einarsson er orðinn forstjóri Rafnar. Rafnar Benedikt Orri Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri haftæknifyrirtækisins Rafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafnar sem vinnur að því að auka aðgengi að úthöfunum með þróun nýrra haftæknilausna. Benedikt var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Upphafið að stofnun fyrirtækisins var uppfinning Össurar Kristinssonar, ÖK Hull skipsskrokkurinn, en Rafnar hefur síðustu misseri verið að færa út kvíarnar á tæknisviðinu samhliða sölu og framleiðslu á bátum sem fer fram erlendis. Sérleyfisframleiðsla báta sem nýta tækni Rafnar fer jafnframt fram á nokkrum stöðum í Evrópu. „Ég er mjög spenntur fyrir þeirri vegferð sem Rafnar er á sem alhliða haftæknifyrirtæki. Aðgengið að höfunum er að aukast og það skapar möguleika til að senda fjölbreytt sjóför, mönnuð og ómönnuð, í alls kyns leiðangra óháð sjólagi. Til að mynda í vísindaskyni, til veiða, til þjónustu við úthafsiðnað og kolefnisförgunariðnað, í ferðamennsku eða til gæslu hafsvæða og innviða. Sérfræðingar spá því að umferð og umsvif á höfunum muni aukast umtalsvert á næstu árum. Ein mesta aukningin verði í formi ómannaðra sjófara, svokallaðra drónabáta, bæði sjálfstýrðra og sem stýrt er frá landi eða sjó líkt og ómönnuð loftför. Rafnar stefnir að því að verða eitt fremsta haftæknifyrirtæki heims, fyrirtækið er í dag vel fjármagnað og eigendur hafa sett markið á skráningu þess á markað innan fárra ára,“ segir Benedikt Orri Einarsson, forstjóri Rafnar. Björn Ársæll Pétursson, stjórnarformaður Rafnar, segir mikinn ávinning að fá Benedikt sem forstjóra inn í félagið til leiða næsta fasa í vexti þess og koma Rafnar betur á kortið sem alþjóðlegu tækni- og hugverkafyrirtæki. „Benedikt hefur umfangsmikla reynslu úr fjármála- og tæknigeiranum og hefur í fjöldamörg ár komið að rekstri íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu rekstrarumhverfi.“ Benedikt er fæddur árið 1978 og er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Á undan Meniga starfaði hann meðal annars sem fjármálastjóri Carbon Recycling International ásamt því sem hann byggði upp og stýrði deild sem sá um endurskipulagningu fyrirtækja í viðskiptum við Landsbankann á árunum 2008-2010. Þar áður starfaði Benedikt í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en hann hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Benedikt er giftur Huldu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn, og eiga þau þrjú börn. Um Rafnar: Einstakur bátsskrokkur, hinn nú heimsþekkti ÖK Hull, var fyrsta haftæknilausnin sem Rafnar kom með á markað fyrir mörgum árum og skapaði grunninn að stofnun fyrirtækisins. Hundruðir slíkra báta eru nú í notkun um allan heim. Þeir sigla léttar og hraðar í gegnum öldugang en aðrir bátar og fara betur með áhafnir og tæki. ÖK Hull tryggir minni orkunotkun og styður vegferð fyrirtækja að draga úr kolefnisfótspori, t.a.m. við flutninga og veiðar. Aukið aðgengi að höfunum, sem þessi hönnun veitir, ásamt nánu samstarfi við löggæslu, björgunarstarf, útgerð og lystibátaframleiðendur víða um heim síðustu ár, skapar Rafnar einstakt tækifæri til að leiða næstu byltingu í haftækni sem fyrirtækið telur að verði í formi stórbætts aðgengis, upplýsingaöflunar og þjónustu á hafi úti. Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Upphafið að stofnun fyrirtækisins var uppfinning Össurar Kristinssonar, ÖK Hull skipsskrokkurinn, en Rafnar hefur síðustu misseri verið að færa út kvíarnar á tæknisviðinu samhliða sölu og framleiðslu á bátum sem fer fram erlendis. Sérleyfisframleiðsla báta sem nýta tækni Rafnar fer jafnframt fram á nokkrum stöðum í Evrópu. „Ég er mjög spenntur fyrir þeirri vegferð sem Rafnar er á sem alhliða haftæknifyrirtæki. Aðgengið að höfunum er að aukast og það skapar möguleika til að senda fjölbreytt sjóför, mönnuð og ómönnuð, í alls kyns leiðangra óháð sjólagi. Til að mynda í vísindaskyni, til veiða, til þjónustu við úthafsiðnað og kolefnisförgunariðnað, í ferðamennsku eða til gæslu hafsvæða og innviða. Sérfræðingar spá því að umferð og umsvif á höfunum muni aukast umtalsvert á næstu árum. Ein mesta aukningin verði í formi ómannaðra sjófara, svokallaðra drónabáta, bæði sjálfstýrðra og sem stýrt er frá landi eða sjó líkt og ómönnuð loftför. Rafnar stefnir að því að verða eitt fremsta haftæknifyrirtæki heims, fyrirtækið er í dag vel fjármagnað og eigendur hafa sett markið á skráningu þess á markað innan fárra ára,“ segir Benedikt Orri Einarsson, forstjóri Rafnar. Björn Ársæll Pétursson, stjórnarformaður Rafnar, segir mikinn ávinning að fá Benedikt sem forstjóra inn í félagið til leiða næsta fasa í vexti þess og koma Rafnar betur á kortið sem alþjóðlegu tækni- og hugverkafyrirtæki. „Benedikt hefur umfangsmikla reynslu úr fjármála- og tæknigeiranum og hefur í fjöldamörg ár komið að rekstri íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu rekstrarumhverfi.“ Benedikt er fæddur árið 1978 og er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Á undan Meniga starfaði hann meðal annars sem fjármálastjóri Carbon Recycling International ásamt því sem hann byggði upp og stýrði deild sem sá um endurskipulagningu fyrirtækja í viðskiptum við Landsbankann á árunum 2008-2010. Þar áður starfaði Benedikt í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en hann hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Benedikt er giftur Huldu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn, og eiga þau þrjú börn. Um Rafnar: Einstakur bátsskrokkur, hinn nú heimsþekkti ÖK Hull, var fyrsta haftæknilausnin sem Rafnar kom með á markað fyrir mörgum árum og skapaði grunninn að stofnun fyrirtækisins. Hundruðir slíkra báta eru nú í notkun um allan heim. Þeir sigla léttar og hraðar í gegnum öldugang en aðrir bátar og fara betur með áhafnir og tæki. ÖK Hull tryggir minni orkunotkun og styður vegferð fyrirtækja að draga úr kolefnisfótspori, t.a.m. við flutninga og veiðar. Aukið aðgengi að höfunum, sem þessi hönnun veitir, ásamt nánu samstarfi við löggæslu, björgunarstarf, útgerð og lystibátaframleiðendur víða um heim síðustu ár, skapar Rafnar einstakt tækifæri til að leiða næstu byltingu í haftækni sem fyrirtækið telur að verði í formi stórbætts aðgengis, upplýsingaöflunar og þjónustu á hafi úti.
Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira