Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 19:32 Vísir/Vilhelm Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði. Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Borgarskjalasafnið er héraðsskjalasafn Reykvíkinga og geymir gríðarlegt magn upplýsinga, allt frá húsauppdráttum og einkaskjalasöfnum til gamalla einkunnaspjalda og nemendalista úr grunnskólum. Á fundi borgarráðs í fyrradag lagði borgarstjóri til að leggja niður safnið í sparnaðarskyni, en tillögunni var frestað. Samkvæmt tillögunni á að færa starfsemi safnsins á Þjóðskjalasafnið. Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar. Í yfirlýsingu frá stjórn Sagnfræðingafélags Íslands segir að ætlunin sé ekki að kasta rýrð á Þjóðskjalasafnið en að það yrði afturför ef stærsta sveitarfélag landsins yrði fyrst til að leggja niður eigið skjalasafn og missa þannig mikilvæga starfsemi Borgarskjalasafnsins. Gæta þurfi þess að söfn og menningarstofnanir á borð við Borgarskjalasafnið lendi ekki undir niðurskurðarhnífnum. „Þess utan verður ekki séð að verulegir fjármunir sparist við þessa ráðstöfun en héraðsskjalasöfn njóta lögum samkvæmt styrks úr ríkissjóði samkvæmt því sem er ákveðið í fjárlögum hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands skorar á borgarstjórn að hætta við að leggja Borgarskjalasafnið niður og að efna þess í stað til samráðs um framtíð þess við fagfólk á sviði safnareksturs, skjalavörslu og sagnfræði.
Reykjavík Söfn Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira