Sektaður fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. febrúar 2023 16:00 Fort Pienc hverfið í miðborg Barcelona þar sem Javier Marcos rekur skóverslun sína. Jeff Greenberg/Getty Images Eigandi skóbúðar í Barcelona hefur verið sektaður um andvirði 1.200 þúsund íslenskra króna fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu til að starfa í búðinni. „Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill. Spánn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
„Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill.
Spánn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira