„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Münic í dag. AP/Michael Probst Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent