„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 14:02 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent