Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 10:45 Röskva leggur megináherslu á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en samgöngukort býðst stúdentum á hóflegu verði. Vísir/Friðrik Þór Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50