Er verið að reyna að gera út af við íslenska háskólastúdenta? Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar