„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Kjartan Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 18:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi eflingarfólks í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent