Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2023 17:39 Mynd Sentinel-2-gervitunglsins frá 13. febrúar 2023 sýnir hvernig ís hefur hörfað af stórum hluta Öskjuvatns. Veðurstofa Íslands Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02