Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2023 17:39 Mynd Sentinel-2-gervitunglsins frá 13. febrúar 2023 sýnir hvernig ís hefur hörfað af stórum hluta Öskjuvatns. Veðurstofa Íslands Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02