Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 20:01 Gleðin skein úr andliti barnanna þegar þau komust loks í fang móður sinnar eftir langt ferðalag og fjögurra ára aðskilnað. Vísir/Vilhelm Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“