„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:00 Staðan var einna verst í kringum Búðardal í gær, þar sem gríðarlegt vatn var á ferð og ræsi stífluðust meðal annars eftir aurskriður. Aðsend/Dóróthea Sigríður Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“ Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Nokkrir vegir voru ófærir í gær og þeim lokað vegna vatnavaxta og er til að mynda Skeiða- og Hrunamannavegur við Stóru Laxá enn lokaður. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki vegna leysinga, meðal annars á Hellisheiði og víða á Vesturlandi og Suðurlandi auk þess sem vatnsskemmdir eru á vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Greint var þá frá því í kvöldfréttum í gær að á Vestfjörðum hafi aðalgötunni til að mynda verið lokað á Tálknafirði, í Borgarfirði voru vegir víða umflotnir og í Reykjavík voru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Einnig féllu aurskriður og krapaflóð víða. G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar, segir stöðuna versta á Vesturlandi, sérstaklega í kringum Búðardal. Um hafi verið að ræða gríðarlegt magn vatns og þeirra menn sjaldan séð annað eins. „Það eru bara skemmdir mjög víða, það eru ekki stórkostlega miklar skemmdir á hverjum stað en það er ótrúlega mikið af skemmdum út um allt. Það hafa farið ræsi að einhverju marki sem að þarf að skipta um, það eru skemmdir á klæðningunni, úrrennsli og brotholur og svo framvegis,“ segir G. Pétur. Töluvert tjón og viðbúið að viðgerðir taki tíma Að því er kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofunnar fer vatnshæð víðast hvar lækkandi núna eftir leysingar gærdagsins en fólk er áfram beðið um að sýna aðgát við ár og læki. Varhugavert er áfram á vegum á stöku stað, helst á minni vegum, en allir stórir vegir eru opnir og færir. Fólk þarf þó að fara varlega vegna skemmda. „Vegagerðin bætir ekki tjónið ef við vitum ekki af holunni en ef við vitum af holunni og höfum ekki brugðist við, annað hvort með því að gera við eða vara við holunni, þá er Vegagerðin bótaskyld. En í þessu tilviki erum við búin að merkja og vara við þessum brotholum,“ segir G. Pétur og þurfa vegfarendur því að fylgjast vel með áður en þeir halda af stað. Viðbúið er að viðgerðir muni taka einhvern tíma, bæði til bráðabirgða og lengri tíma, en allir starfsmenn eru nú að störfum. Út frá þeim skemmdum sem þegar blasa við er ljóst að tjónið fyrir Vegagerðina er mikið. „Þetta er töluvert tjón, það er alveg ljóst, og hleypur á einhverjum tugum milljóna örugglega,“ segir G. Pétur. „Það kemur ekki alveg í ljós fyrr en frá líður raunverulega hversu mikið tjónið er því það getur leynst víðar og tekið tíma að finna út úr því.“
Færð á vegum Veður Dalabyggð Vegagerð Tengdar fréttir Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02 Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15 Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14. febrúar 2023 07:02
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13. febrúar 2023 21:15
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13. febrúar 2023 19:42
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51