Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2023 15:55 Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir og verk þeirra. Vísir/Arnar Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Hún var tilkynnt horfin þann 7. apríl 2022 en þann 9. apríl var búið að koma henni fyrir utan Nýlistasafnið. Listakonurnar sögðu styttuna rasíska og að réttast væri að skjóta henni út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Sjá einnig: Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Í ákæru héraðssaksóknara segir að þær hafi brotið gegn almennum hegningarlögum með því að hafa styttuna í vörslu, eftir að hún hafði verið tekin af stalli sínum við Laugabrekku „einhverju áður, á óþekktum tíma“. Þeim hafi verið ljóst að um þýfi var að ræða og haldið listaverkinu ólöglega. Þá eru þær ákærðar fyrir brot á höfundarlögum með því að hafa notað listaverk Ásmundar í eigin listaverk, án heimildar. Þannig hafi þær breytt listaverki Ásmundar og skert „höfundarheiður og höfundarsérkenni hans,“ samkvæmt ákærunni. Þess er krafist að Bryndís og Steinunn verði dæmdar til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað. Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins þar sem þær eru krafðar um eina og hálfa milljón í skaðabætur.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Höfundarréttur Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. 13. júní 2022 22:53
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50