Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2023 13:23 Kristján segist munu mæta til verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Vísir/Arnar Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði