„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Róbert Hafliðason er stýrimaður og skipstjóri á Víkingi AK. Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30