Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 13:44 Hugmynd að útliti kvikmyndaversins. REC Studio Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur.
Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira