„Það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:27 Starfsfólk sem þarf að reiða sig á þjórfé er á meðal þeirra sem kann að lenda í erfiðum aðstæðum ef það verður fyrir kynferðislegri áreitni. Vinnueftirlitið „Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman. Um er að ræða herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, unna í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, landlæknisembættið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Jafnréttisstofu. Spurð að því hvers vegna ráðist sé í herferðina nú segir Sara mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað í kjölfar #metoo. Vinnueftirlitinu hafa síðustu þrjú ár borist tæplega 170 kvartanir vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis en Sara segir rannsóknir benda til að tilvik séu í raun mun fleiri. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Sara segist ekki telja að neinn leggi upp með að skapa vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti fá að þrífast en oft verði ákveðin vinnustaðamenning til sem menn verða hreinlega samdauna. „Ég held að það sem #metoo gerði var að við fórum að benda á að það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir eða brandara eða spurningar með kynferðislegum undirtón. Þótt það hafi fengið að viðgangast þýðir það ekki að það sé í lagi,“ segir hún. Á vef Vinnueftirlitsins má nú meðal annars finna verkfæri og fræðslumyndbönd sem atvinnurekendur geta notað til að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Sara segir mikilvægt að atvik sem koma upp séu rædd á vinnustaðnum, líðan fólks í kjölfar þeirra og áhrif á vinnuumhverfið. Hún segir mikilvægt að allir axli ábyrgð á eigin orðum og gerðum. „Þetta þýðir að við þurfum að rýna í það sem við segjum við fólk og hvaða athugasemdir við erum að koma með,“ segir Sara. Það sé stjórnenda að leggja línurnar en allir þurfa að láta sig málið varða og stíga fram ef kynferðisleg áreitni er að eiga sér stað. Stjórnendur geri áhættumat á vinnuumhverfinu Spurð að því hvort það eru einhverjar starfsstéttir sem verða meira fyrir áreitni en aðrar eða hvort það séu einhverjar atvinnugreinar þar sem áreitni þrífst frekar en annars staðar þá nefnir Sara til að mynda ferðaþjónustuna og veitingageirann. Þá sé vitað að einstaklingar sem vinna einir eða á óreglulegum vinnutíma séu útsettari en aðrir. Þarna séu tækifæri á borði fyrir stjórnendur að framkvæma áhættumat, rétt eins og þeir gera þegar þeir meta áhættuþætti á borð við vinnu við hættulegar vélar. „Hvernig er skipulagið á vinnuumhverfinu hjá okkur?“ er meðal þeirra spurninga sem Sara segir vinnuveitendur geta spurt sjálfa sig. „Er vinnurýmið til dæmis þannig að þú getur kallað á aðstoð? Það eru þessir þættir sem menn hafa kannski ekki hugað mikið að.“ Sara nefnir önnur dæmi, eins og starfsfólk sem vinnur inni á heimilum annarra, til dæmis við hjúkrun eða þrif, eða einstaklinga sem starfa við þrif á hótelherbergjum. Huga þurfi að öryggi þeirra og því hvernig fólk upplifir vinnuumhverfið sitt. Þá sé ekki síður mikilvægt að huga að öryggi starfsfólk á netinu, ekki síst þegar fólk sé í auknum mæli farið að vinna fjarvinnu. Á netinu geti fólk bæði orðið fyrir áreiti viðskiptavina og eins samstarfsmanna. Sara segir #TökumHöndumSaman ekki síst ganga út á að styðja stjórnendur og leiðbeina þeim að takast á við nýjar áskoranir. Heilbrigt starfsumhverfi sé þó á ábyrgð allra á vinnustaðnum. „Það er alltaf best fyrir stjórnendur að taka samtalið við starfsfólk,“ segir hún. Þannig skapist andrúmsloft sem stuðli að því að fólk treysti sér til að stíga fram. #TökumHöndumSaman Vinnumarkaður MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Um er að ræða herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, unna í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, landlæknisembættið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Jafnréttisstofu. Spurð að því hvers vegna ráðist sé í herferðina nú segir Sara mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað í kjölfar #metoo. Vinnueftirlitinu hafa síðustu þrjú ár borist tæplega 170 kvartanir vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis en Sara segir rannsóknir benda til að tilvik séu í raun mun fleiri. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Sara segist ekki telja að neinn leggi upp með að skapa vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti fá að þrífast en oft verði ákveðin vinnustaðamenning til sem menn verða hreinlega samdauna. „Ég held að það sem #metoo gerði var að við fórum að benda á að það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir eða brandara eða spurningar með kynferðislegum undirtón. Þótt það hafi fengið að viðgangast þýðir það ekki að það sé í lagi,“ segir hún. Á vef Vinnueftirlitsins má nú meðal annars finna verkfæri og fræðslumyndbönd sem atvinnurekendur geta notað til að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Sara segir mikilvægt að atvik sem koma upp séu rædd á vinnustaðnum, líðan fólks í kjölfar þeirra og áhrif á vinnuumhverfið. Hún segir mikilvægt að allir axli ábyrgð á eigin orðum og gerðum. „Þetta þýðir að við þurfum að rýna í það sem við segjum við fólk og hvaða athugasemdir við erum að koma með,“ segir Sara. Það sé stjórnenda að leggja línurnar en allir þurfa að láta sig málið varða og stíga fram ef kynferðisleg áreitni er að eiga sér stað. Stjórnendur geri áhættumat á vinnuumhverfinu Spurð að því hvort það eru einhverjar starfsstéttir sem verða meira fyrir áreitni en aðrar eða hvort það séu einhverjar atvinnugreinar þar sem áreitni þrífst frekar en annars staðar þá nefnir Sara til að mynda ferðaþjónustuna og veitingageirann. Þá sé vitað að einstaklingar sem vinna einir eða á óreglulegum vinnutíma séu útsettari en aðrir. Þarna séu tækifæri á borði fyrir stjórnendur að framkvæma áhættumat, rétt eins og þeir gera þegar þeir meta áhættuþætti á borð við vinnu við hættulegar vélar. „Hvernig er skipulagið á vinnuumhverfinu hjá okkur?“ er meðal þeirra spurninga sem Sara segir vinnuveitendur geta spurt sjálfa sig. „Er vinnurýmið til dæmis þannig að þú getur kallað á aðstoð? Það eru þessir þættir sem menn hafa kannski ekki hugað mikið að.“ Sara nefnir önnur dæmi, eins og starfsfólk sem vinnur inni á heimilum annarra, til dæmis við hjúkrun eða þrif, eða einstaklinga sem starfa við þrif á hótelherbergjum. Huga þurfi að öryggi þeirra og því hvernig fólk upplifir vinnuumhverfið sitt. Þá sé ekki síður mikilvægt að huga að öryggi starfsfólk á netinu, ekki síst þegar fólk sé í auknum mæli farið að vinna fjarvinnu. Á netinu geti fólk bæði orðið fyrir áreiti viðskiptavina og eins samstarfsmanna. Sara segir #TökumHöndumSaman ekki síst ganga út á að styðja stjórnendur og leiðbeina þeim að takast á við nýjar áskoranir. Heilbrigt starfsumhverfi sé þó á ábyrgð allra á vinnustaðnum. „Það er alltaf best fyrir stjórnendur að taka samtalið við starfsfólk,“ segir hún. Þannig skapist andrúmsloft sem stuðli að því að fólk treysti sér til að stíga fram. #TökumHöndumSaman
Vinnumarkaður MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira