Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:55 Hinn tólf ára Kristófer heldur hér á Leó litla sem fannst heill á húfi eftir bruna síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley, móðir Kristófers, er vongóð um að hinn kisi fjölskyldunnar snúi aftur heim og það er margt sem bendir til þess að hann muni gera að. Vísir/Egill Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti. „Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni. Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.
Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
„Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02