Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 12:46 Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn sem heldur til Tyrklands í dag. Landsbjörg Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló. Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Níu manna sérfræðingahópur á vegum Landsbjargar heldur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, eftir hádegi í dag. Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir hópinn, sem mun sinna aðgerðastjórnun. „Við fljúgum inn til Adana. En hvað nákvæmlega tekur við síðan veit ég ekki. Það fer eftir því hvernig aðgerðirnar þróast og hvar þörfin er mest.“ Sólveig stýrði æfingu fyrir svipaðar hamfarir í Tyrklandi á síðasta ári. „Og það munar mjög miklu, bæði fyrir okkur sem eru að fara í útkallið, að hafa tekið þátt í æfingu, og fyrir Tyrkina. Það munar öllu að æfa, og æfa á svona stöðum þar sem geta orðið svona stórir atburðir geta orðið. Já, það skiptir verulegu máli,“ segir Sólveig. Uppfært klukkan 14:54 Flugi TF-SIF hefur verið frestað vegna veðurs á flugleiðinni. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið. Björgunarstarf virðist óskipulagt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands. Hún varði nóttinni í skóla í borginni ásamt mörgum öðrum, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Fréttastofa ræddi við hana í morgun. Hún segir óráðið hvenær hún snýr aftur þangað. Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún gisti í skóla í borginni í nótt.Aðsend „Ég þarf bara að ræða við þau hversu lengi ég get verið hérna. Við erum bara öll að bíða eftir frekari upplýsingum. Ég er komin með eitthvað app þar sem eiga að koma fréttir en það hefur ekki verið uppfært síðan í gær,“ segir Eygló. Víða sé enn verið að leita að fólki í húsarústum. „Ég hitti hérna konu áðan, hún er tyrknesk og maðurinn hennar er í hernum. Hún sagði mér að [björgunarstarf] hafi verið frekar óskipulagt.“ Hún hafi heyrt af því að skortur sé á tækjum til björgunarstarfs. „Bara það að hún segi mér að það sé verið að bera fólk á bakinu og ekki með börur,“ segir Eygló.
Tyrkland Björgunarsveitir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40