Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2023 15:50 Efling hefur skotið stjórnsýslukæru sinni um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara til héraðsdóms. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. „Við ætlum að draga þessa stjórnsýslukæru til baka og fara með miðlunartillöguna fyrir héraðsdóm. Við ákváðum að gera það vegna þess að við höfum ekki trú á því að það vinnist neitt með að fara með þessa stjórnsýslukæru til ráðherrans. Viðbrögð hafa verið sein og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Félagið tilkynnti eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kæru sinni vegna miðlunartillögu sáttasemjara til héraðsdóms. Félagið kærði tillöguna til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar, en málið eki verið afgreitt hjá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa starfsmenn ráðuneytisins unnið langt fram á kvöld í vikunni til að afgreiða málið hratt. „Við höldum að þetta sé skynsamlegri og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins er þetta eðlilegri staður að fara á teljum við,“ segir Sólveig. Skera verði úr um lögmæti miðlunartillögunnar Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms vegna verkfallsboðunar félagsins. Til stendur að um þrjú hundruð Eflingarliðar hjá Íslandshótelum leggi niður störf á þriðjudag. SA telur verkfall ólögmætt þar sem miðlunartillagan, sem Efling hefur hafnað, liggur enn á borðum. „Þetta er náttúrulega eins langsótt og furðulegt og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur, hann er tengdur veruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg, við teljum að framferði ríkissáttasemjara í því hvernig hún var unnin, lögð fram og svo framvegis brjóti gegn þeim lögum sem hann á að starfa eftir,“ segir Sólveig. „Við teljum mjög mikilvægt, sem og aðrir í verkalýðshreyfingunni, að úr þessu verði skorið með skýrum og fljótum hætti.“ Skipa þurfi vararíkissáttasemjara Hún telji að verkfall hefjist þrátt fyrir allt þetta á þriðjudag. „Og á morgun hefst næsta atkvæðagreiðsla. Þá eru það hótelstarfsmenn á hinum hótelunum sem og olíubílstjórar og bílstjórarnir hjá Samskipum. Sú niðurstaða mun liggja fyrir á þriðjudaginn, sama dag og verkföllin eiga að hefjast. Ég er fullviss um að okkar plön haldi áfram að hreyfast fram á við eins og lagt var upp með.“ Efling geti ekki sest niður við samningaborðið ef Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á að miðla málum. „Það var aldrei opnað á það að raunverulegar kjaraviðræður hæfust. Núna er staðan sú að stjórn Eflingar hefur lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessum deilum,“ segir Sólveig. „Fari svo að embætti ríkissáttasemjara boði fund þá auðvitað erum við skuldbundin að mæta og munum ekki reyna að koma okkur undan því. Það sem ég er að segja er að sökum þess vantraust sem Efling ber á þessum tímapunkti til ríkissáttasemjari getur hann ekki verið áfram þarna inni. Það er lítið mál fyrir ráðherra að finna út úr því hvernig væri hægt að leysa það og setja einhvern, sem bæri titilinn aðstoðarríkissáttasemjari, í deiluna.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við ætlum að draga þessa stjórnsýslukæru til baka og fara með miðlunartillöguna fyrir héraðsdóm. Við ákváðum að gera það vegna þess að við höfum ekki trú á því að það vinnist neitt með að fara með þessa stjórnsýslukæru til ráðherrans. Viðbrögð hafa verið sein og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Félagið tilkynnti eftir hádegi í dag að það ætli að skjóta kæru sinni vegna miðlunartillögu sáttasemjara til héraðsdóms. Félagið kærði tillöguna til vinnumarkaðsráðuneytisins á mánudag, 30. janúar, en málið eki verið afgreitt hjá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa starfsmenn ráðuneytisins unnið langt fram á kvöld í vikunni til að afgreiða málið hratt. „Við höldum að þetta sé skynsamlegri og betri leið fyrir okkur að fara. Einnig í ljósi alvarleika málsins er þetta eðlilegri staður að fara á teljum við,“ segir Sólveig. Skera verði úr um lögmæti miðlunartillögunnar Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms vegna verkfallsboðunar félagsins. Til stendur að um þrjú hundruð Eflingarliðar hjá Íslandshótelum leggi niður störf á þriðjudag. SA telur verkfall ólögmætt þar sem miðlunartillagan, sem Efling hefur hafnað, liggur enn á borðum. „Þetta er náttúrulega eins langsótt og furðulegt og hægt er að hugsa sér. Við erum ekki á svipaðri vegferð. Okkar málatilbúnaður er í engu langsóttur eða furðulegur, hann er tengdur veruleikanum sem við búum í. Við teljum að miðlunartillagan sé ólögleg, við teljum að framferði ríkissáttasemjara í því hvernig hún var unnin, lögð fram og svo framvegis brjóti gegn þeim lögum sem hann á að starfa eftir,“ segir Sólveig. „Við teljum mjög mikilvægt, sem og aðrir í verkalýðshreyfingunni, að úr þessu verði skorið með skýrum og fljótum hætti.“ Skipa þurfi vararíkissáttasemjara Hún telji að verkfall hefjist þrátt fyrir allt þetta á þriðjudag. „Og á morgun hefst næsta atkvæðagreiðsla. Þá eru það hótelstarfsmenn á hinum hótelunum sem og olíubílstjórar og bílstjórarnir hjá Samskipum. Sú niðurstaða mun liggja fyrir á þriðjudaginn, sama dag og verkföllin eiga að hefjast. Ég er fullviss um að okkar plön haldi áfram að hreyfast fram á við eins og lagt var upp með.“ Efling geti ekki sest niður við samningaborðið ef Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á að miðla málum. „Það var aldrei opnað á það að raunverulegar kjaraviðræður hæfust. Núna er staðan sú að stjórn Eflingar hefur lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara þannig að ég get ekki séð að hann gæti tekið að sér á þessum tímapunkti að miðla einhverju í þessum deilum,“ segir Sólveig. „Fari svo að embætti ríkissáttasemjara boði fund þá auðvitað erum við skuldbundin að mæta og munum ekki reyna að koma okkur undan því. Það sem ég er að segja er að sökum þess vantraust sem Efling ber á þessum tímapunkti til ríkissáttasemjari getur hann ekki verið áfram þarna inni. Það er lítið mál fyrir ráðherra að finna út úr því hvernig væri hægt að leysa það og setja einhvern, sem bæri titilinn aðstoðarríkissáttasemjari, í deiluna.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42 Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. 2. febrúar 2023 13:42
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24
Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15